Miðar í Súlur Vertical fást ekki endurgreiddir ef hlauparar hætta við að hlaupa og það er ekki hægt að færa skráningu yfir á næsta ár en það er hægt að gera nafnabreytingar á miðum og/eða færa sig yfir í aðra vegalengd.
Nafnabreytingar: Hlauparar sjá sjálfir um að gera nafnabreytingar inni á skráningarsíðu hlaupsins á netskraning.is. Sá sem keypti miðann þarf að finna staðfestingarpóstinn sem hann fékk þegar hann skráði sig (sendandi netskraning.is) og notar skráningarnúmer og bókunarnúmer sem þar er gefið upp til að fara inn í skráninguna sína og gera breytingar.
Breyting á vegalengd: Það er hægt að skipta um vegalengd ef það eru laus pláss í þá vegalengd sem hlaupari vill færa sig yfir í. Það er þó ekki hægt að færa sig yfir í Gyðjuna eftir að skráningu í hana lýkur. Ef hlaupari færir sig í lengri vegalengd þarf að greiða mismuninn á skráningargjaldinu miðað við þá verðskrá sem er í gildi þegar breytingin er gerð. Hlauparar geta ekki gert þessa breytingu sjálfir heldur þarf að senda póst á info@sulurvertical.com og óska eftir breytingu.