Súlur er 29 km fjallahlaup með 1410 m hækkun. Krefjandi hlaup en á flestra færi með góðum undirbúningi.
Hlaupið hefst í Kjarnaskógi, þaðan er hlaupið upp á hamrana fyrir ofan skóginn þar sem er frábært útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Þaðan er hlaupið að Súlubílastæði og því næst haldið áfram stikaða gönguleið upp á fjallið Súlur. Á toppi Súlna er snúningspunktur og sama leið hlaupin til baka að Súlubílastæði. Frá Súlubílastæði liggur leiðin yfir Glerárgil og fylgir svo nýlegum stíg sem kenndur er við Fallorku meðfram Glerá að Hlíðarbraut. Farið er yfir Hlíðarbraut og haldið áfram meðfram Glerá að Háskólanum á Akureyri. Að lokum eru síðustu 2–3 kílómetrarnir hlaupnir meðfram götum bæjarins niður í miðbæ Akureyrar þar sem hlaupið endar.
Hér er hægt að sækja gpx skrá af leiðinni.
Skráningarfrestur: 25.07.2024, 23:59
Eftirfarandi gæti bæst við sem skyldbúnaður ef veðurspá verður slæm, verður gefið út tveimur dögum fyrir hlaup
Stafir: Leyfilegt er að hlaupa með stafi en reglan er sú að þá þarf að hlaupa með þá allt hlaupið - þú byrjar með stafi - endar með stafi.
Þátttakendur þurfa, á meðan hlaupinu stendur, að hafa skyldubúnað á sér og vera viðbúnir því að starfsmenn hlaupsins óski eftir því að sjá búnaðinn áður en keppni hefst, meðan á henni stendur og í endamarki. Ef skyldubúnað vantar er tímavíti (15–60 mínútum bætt við lokatíma viðkomandi sem fer eftir hve mikinn skyldubúnað vantar). Hægt er að vísa þátttakanda úr keppni ef mikinn skyldubúnað vantar.