Um okkur

Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.

 

2025 stendur félagið fyrir þríleik Súlur Vertical, skíðagöngu, malarhjólreiðum og fjallahlaupi. Allar keppnir hefjast í Kjarnaskógi, fyrir utan ofurhlauparana sem hlaupa Gyðjuna, þeir hefja sína keppni við Goðafoss. 

 

 

Aðalstyrktaraðili Súlur Vertical er 66°Norður

Aðrir styrktaraðilar