Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara.
Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag.
Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.

Aðalstyrktaraðili Súlur Vertical er 66°Norður
Fólkið
Stjórn Súlur Vertical er skipuð áhugafólki um hlaup og útivist.
Þríleikurinn

Stjórn Súlur Vertical ber ábyrgð á skipulagi og undirbúningi fjallahlaups Súlur Vertical. Að framkvæmdinni standa harðduglegir sjálfboðaliðar, langflestir úr röðum UFA Eyrarskokks. Foreldrar og iðkendur SKA hafa einnig tekið virkan þátt í framkvæmd hlaupsins
Fjallahlaup

Hjólreiðahluti Súlur Vertical er skipulagður af galvösku hjólreiðafólki með liðsinni stjórnar Súlur Vertical.
Malarhjólreiðar

Skíðagönguhluti Súlur Vertical á rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar. Skíðafélag Akureyrar hefur staðið að göngunni um langt árabil. Gangan rennur undir hatt Súlur Vertical en undirbúningur og framkvæmd er á ábyrgð SKA.
Skíðaganga
Sagan í stuttu máli
Upphafið
2016
- Keppendur: 15
- Vegalengd: 24 km
- Veðrið
Þorbergur Ingi ræsti keppendur, hljóp svo úr miðbænum á Súlutind og aftur í bæinn, fyrstur, til að taka tímann á öðrum keppendum.
2017
Og í annað sinn
- Keppendur: 29
- Vegalengd: 28 km
- Veðrið: rigning
Hlaupið var haldið 26. ágúst á Akureyrarvöku.
2018
Hausthlaupið
- Keppendur: 42
- Vegalengdir: 18 km, 28 km
- Veðrið: fínasta haustveður.
Hlaupið var fær yfir á haustið að þessu sinni og hlaupið 13. október því við áttum von á erlendum gestum. Þegar til kom gátu þeir hins vegar ekki mætt, en Íslendingarnir paufuðust í snjó upp á Súlur og drullu.
2019
Erlendir stórhlauparar
- Keppendur: 116
- Vegalengdir: 18 km, 28 km
- Veðrið: sól og blíða
Stórhlauparinn Hayden Hawks mætti til leiks og sigraði 28 km hlaupið í karlaflokki. Konan hans Ashley Hawks átti líka gott hlaup og sigraði kvennaflokkinn í sömu vegalengd.
2020
Hlaupið sem aldrei varð
Árið er í móðu, en margir æfðu vel. Samkomubann var tilkynnt á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi. Brautin var klár, drykkjarstöðvar klárar og um 500 hlauparar skráðir til leiks. En við þurftum að aflýsa.
Loks kom sólin
2021
- Keppendur: 344
- Vegalengdir: 18 km, 28 km, 55 km ULTRA
- Veðrið: Sól!
Covid enn að stríða. Aflýsa þurfti t.d. krakkahlaupi og ræsa keppendur í smærri hópum vegna sóttvarnarreglna.
2022
Smá breytingar... snjór til fjalla
- Keppendur: 419
- Vegalengdir: Krakkahlaup, 18 km, 28 km, 55 km ULTRA,
- Veðrið: Kaldasta hlaupið okkar
Gera þurfti breytingar á hlaupaleið 55 KM hlaupsins vegna snjóa og veðurs á Glerárdal.
2023
Ný leið og ný nöfn
- Keppendur: 460
- Vegalengdir: Krakkahlaup, Fálkinn, Súlur, Tröllið og Gyðjan
Árið sem vegalengdirnar fengu nöfn og ný 100 KM vegalengd var kynnt til sögunnar.
2024
Nú skjal tjaldað
- Keppendur: 480
- Vegalengdir: Krakkahlaup, Fálkinn, Súlur, Tröllið og Gyðjan
- Veðrið: Frábært hlaupaveður
Árið sem Tobbi hljóp Gyðjuna á 9:48:29!