Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.
Aðalstyrktaraðili Súlur Vertical er 66°Norður
Stjórn Súlur Vertical er skipuð áhugafólki um hlaup og útivist.
Stjórn Súlur Vertical ber ábyrgð á skipulagi og undirbúningi fjallahlaups Súlur Vertical. Að framkvæmdinni standa harðduglegir sjálfboðaliðar, langflestir úr röðum UFA Eyrarskokks. Foreldrar og iðkendur SKA hafa einnig tekið virkan þátt í framkvæmd hlaupsins
Hjólreiðahluti Súlur Vertical er skipulagður af galvösku hjólreiðafólki með liðsinni stjórnar Súlur Vertical.
Skíðagönguhluti Súlur Vertical á rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar. Skíðafélag Akureyrar hefur staðið að göngunni um langt árabil. Gangan rennur undir hatt Súlur Vertical en undirbúningur og framkvæmd er á ábyrgð SKA.
Þorbergur Ingi ræsti keppendur, hljóp svo úr miðbænum á Súlutind og aftur í bæinn, fyrstur, til að taka tímann á öðrum keppendum.
Hlaupið var haldið 26. ágúst á Akureyrarvöku.
Hlaupið var fær yfir á haustið að þessu sinni og hlaupið 13. október því við áttum von á erlendum gestum. Þegar til kom gátu þeir hins vegar ekki mætt, en Íslendingarnir paufuðust í snjó upp á Súlur og drullu.
Stórhlauparinn Hayden Hawks mætti til leiks og sigraði 28 km hlaupið í karlaflokki. Konan hans Ashley Hawks átti líka gott hlaup og sigraði kvennaflokkinn í sömu vegalengd.
Árið er í móðu, en margir æfðu vel. Samkomubann var tilkynnt á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi. Brautin var klár, drykkjarstöðvar klárar og um 500 hlauparar skráðir til leiks. En við þurftum að aflýsa.
Covid enn að stríða. Aflýsa þurfti t.d. krakkahlaupi og ræsa keppendur í smærri hópum vegna sóttvarnarreglna.
Gera þurfti breytingar á hlaupaleið 55 KM hlaupsins vegna snjóa og veðurs á Glerárdal.
Árið sem vegalengdirnar fengu nöfn og ný 100 KM vegalengd var kynnt til sögunnar.
Árið sem Tobbi hljóp Gyðjuna á 9:48:29!