Bylur

Bylur er er 24 km skíðagönguleið um Kjarnaskóg og Naustaborgir .

Bylur á eins og aðrar skíðagöngukeppnir Súlur Vertical rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar, sem kennd var við íþróttafrömuðinn og skíðaáhugamanninn Hermann Sigtryggsson.


Ræst verður í Kjarnaskógi 25. janúar 2025.  


Bylur er ein af Íslandsgöngunum 7 sem fara fram um land allt.

 

 Brautarlýsing:

Gangan hefst og endar á Kjarnatúni ofan við bílastæðin við Kjarnakot. Trimmbrautinni fylgt réttsælis, svo farið inn á Naustaborgarleið og henni fylgt til norðurs, þarna er mesta hækkunin í brautinni. Eftir um 3,1 km er beygt til vinstri (norðurs) áleiðis að Naustaseli og svo áfram alveg í norðausturhorn Naustaborga. Naustaborgaleið gengin aftur til baka/suðurs þar til komið er að Skjólborg eftir 5,6 km. Þar er haldið til vinstri/suðurs inn á nýlega þægilega leið ofan við tjaldsvæðið og við tekur smá klifur þar sem frisbígolfvöllurinn er þveraður. Síðan gengið um slétt svæði vestan og sunnan við tjaldsvæðið þar til farið er inn á Skógarleið.

Þar tekur við rennsli að mestu og komið aftur inn á Trimmbrautina ofan við Sólúrið. Rennt sér niður að Sólúrinu og áfram í sveig niður Kjarnatún í gegnum markið en þá er um 8 km búnir.


Rástími

25.janúar 2025 - 12:00 í Kjarnaskógi

 

Innifalið í skráningu:

  • Aðgöngumiði í Skógarböðin á keppnisdegi
  • Súpa að lokinni göngu og pylsur fyrir börnin
  • Drykkir í lokamarki/drykkjarstöð

Sérstakir styrkaraðilar skíðagöngu eru